mánudagur, nóvember 27, 2006

As time goes by..

Á morgun verð ég gömul kona. Æskuljómi minn og yndisleiki mun sogast burt og við tekur hrörnun, ábyrgð og botox. Það verður ekki lengur krúttlegt að vera að dandalast tilgangslaust um lífið. Onei. Fólk á eftir að horfa á mig með vorkunn í augunum og segja "æj greyið, hún heldur að hún sé ung ennþá" Úff.

Vonarglætan í myrkrinu er hins vegar sú að ég virðist ennþá hafa andlegan þroska á við fimm ára barn. Sem þýðir það að ég er að fara yfir um af spenningi yfir afmælinu mínu.
Samt ætla ég að hafa þetta mjög rólegan og siðsaman afmælisdag. Bara rólegan kvöldmat með vinum og góðu víni. En ég gat varla sofið í nótt af spenningi, og á örugglega ekki eftir að sofa í nótt. Ég hef samt skánað mikið síðan ég var lítil og foreldrar mínir voru yfirleitt hræddir um að ég fengi taugaáfall ég var svo æst. Það endaði yfirleitt með uppköstum...Vonum bara að annað kvöld endi ekki eins.

En:

Skál fyrir afmælum

Skál fyrir því að vera ungur í anda

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Líkami minn er í verkfalli. Eftir fimm daga intensíft fyllerí, göngur og verslunarferðir hefur hann gefist upp.

Ég á ammli eftir 5 daga. Vei!!!! Ég þakka góðum konum góðar gjafir (ég stalst til þess að opna) en kenni þeim alfarið um ef ég verð orðin 100 kíló þegar ég kem heim.

Sem er eftir mánuð.

Vó.

Það er eins gott að þið farið að skipuleggja partýin!

mánudagur, nóvember 06, 2006

IF YOUR LIFE WAS A MOVIE, WHAT WOULD THE SOUNDTRACK BE?

Steli steli....

1. Open your library (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, etc)
2. Put it on shuffle
3. Press play
4. For every question, type the song that's playing
5. When you go to a new question, press the next button
6. Don't lie and try to pretend you're cool...

Opening Credits: The Wizard and I-Úr söngleiknum Wicked (Vá kúlið er strax farið, þetta er greinilega sjónvarpsmynd)


Waking Up:
Fever-Beyonce (Ég vakna í svart-hvítum soft focus, fullkomlega
máluð og með blásið hár, set á mig perlufestina og kveiki í sígarettu)


First Day At School:
Five For Fighting-Easy Tonight (Ég stend ein á ganginum, allir farnir í tíma og enginn vill vera vinur minn)


Falling In Love:
Cat Power- Yesterday Is Here (Við í slo-mo, að gera alls konar artí hluti)

Fight Song: Jeff Buckley- Last Kiss Goodbye (segir sig sjálft)

Breaking Up: Jeff Buckley-In My Arms (Jeff er greinilega maðurinn til að enda samband við)


Prom:
Ying Yang Twins- Shorty Trick (Klassískt amerískt prom atriði sem endar með því að ég er kosin Prom Queen, allir taka andköf, einhver einn byrjar að klappa og svo taka allir undir)

Life: Count Basie- Lullaby Of Birdland (Ég geri mín daglegu störf í djassswingi)


Mental Breakdown:
Alekas Attic-Below Beloved (Ég fæ taugáfall við vælið í River Phoenix)

Driving: Herbie Hancock-Rockit (Í blæjubíl, með blæjuna niðri, sólgleraugu og hárið flaksandi í vindinum)

Flashback: Johnny Cash-Personal Jesus (Flassbak á einhverjum seedy bar í Bandaríkjunum in the '70s)

Getting back together: Scrubs-Goodtime ("Are you having a goodtime?" Ójá)

Wedding: Jeff Buckley-Everybody Here Wants You (Okei Jeff er greinilega gaurinn fyrir öll ástarmál)

Birth of Child: Franz Ferdinand-40' (krakkinn minn verður töffari í þröngum gallabuxum)


Final Battle:
The Velvet Underground-Stephanie Says (Ekki mjög tilkomumikill bardagi, frekar kósí bara)

Death Scene: Lily Allen-Shame For You (Hmmm...ég dey greinilega á einhvern asnalegan hátt)


Funeral Song:
Sigur Rós-Flugufrelsarinn (Frekar viðeigandi bara)


End Credits:
The Brian Setzer Orchestra-Rock This Town (Smá Jive yfir kreditunum)

Hmmm...

föstudagur, nóvember 03, 2006

Stöff

Á miðvikudaginn var Halloween. Ég var nú ósköp róleg en fór samt að sjá skrúðgöngu:











Jólaskreytingar og jóladót er löngu komið í búðirnar hérna og þess vegna er maður orðin hálf ónæmur fyrir jólastemmningu (enda nóvember nýbyrjaður fjandinn hafi það. Geðsjúklingar!)en í dag gerðist nokkuð gleðilegt sem bræddi mitt kalda jólahatandi hjarta. Starbucks skipti yfir í jólamatseðilinn, sem þýðir bara eitt: EGGNOG LATTE! Vííííííí! Lífið er gott.