föstudagur, apríl 20, 2007

10 dagar

Í heimkomu. Ekki laust við að það sé smá stress farið að gera vart við sig. í fyrsta lagi þarf ég að taka próf í háskólanum í fimm fögum. Eins og venjulega hef ég varla litið í bækurnar alla önnina. Í öðru lagi ákváðu allir að hætta/taka sér frí í vinnunni á sama tíma þannig að ég þarf að vinna sex daga í næstu viku og í þriðja lagi þarf ég að finna leið til að breyta þessum hundrað kílóum af drasli sem ég hef sankað að mér hérna úti í tuttugu kíló svo að ég komist með það heim án þess að þurfa að borga morðfjár. Þannig að...good times!

Þar að auki er ég að reyna að ná að gera allt sem mig langaði að gera hér úti og reyna að hitta alla og kveðja...

Fyllibyttunámsmannavinnualkaferðalangur það er ég.

þriðjudagur, apríl 10, 2007

Bara páskar og svona...

Málshátturinn inni í páskaegginu mínu (takk ma og pa) var: Augað eru spegill sálarinnar. Eftir að hafa hlegið eins og hýena í nokkrar mínútur grét ég...inni í sálinni. Hvernig í fjandanum er hægt að ætlast til þess að ungdómur Íslands læri að tala gott og rétt mál ef þjóðargersemi eins og Nói Siríus getur ekki einu sinni látið prófarkalesa málshættina sína!

Í dag mætti ég, eins og svo oft áður, í vinnuna. Undarlegt nokk þá byrjaði ég að fá blóðnasir annað slagið allan daginn. Fólki þótti þetta undarlegt en ég er nokkuð vön þessu og sagði svona í gríni "Já þetta er allt dópið" Það sem ég fattaði ekki var að hér eru allir á kóki þannig að það koma bara svona undarlegur svipur á fólk og vandræðaleg þögn. Ég: "Djóóók......"

Ég kem heim 1.maí. Ég býst við móttökuathöfn í Smáralind. Bein útsending og blóm frá forsetanum. Annars fer ég aftur út!