föstudagur, janúar 27, 2006

Hmmm...er hálffull uppí rúmi að borða snakk...sometimes I disgust even myself.

Hef komist að þeirri niðurstöðu að stúdentaleikhúsið hýsi einungis fyllibyttur.

Veit samt ekki hvort ég sé eitthvað ósátt við þessa niðurstöðu.

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Ég á svo bágt!

Ef einhver á meira bágt í heiminum en ég núna, þá vinsamlegast gefi hann sig fram við afgreiðslu.

Ég er á áttunda degi í flensu, á skemmtilega hósta-og-hor stiginu. Ég er búin að hósta svo mikið að ég finn hvernig heilinn á mér hristist inni í höfuðkúpunni og ég bíð bara eftir því að barkinn minn rifni í tvennt. Ég get ekkert sofið þannig að ég er komin með bauga niðrá hné og er búin að drekka svo mikið Lemsip að það er farið að sullast út um eyrun á mér. Ég er hinn erkitýpíski aumingi með hor.

Dagurinn í dag var vísindalega sannað ömurlegasti dagur ársins. Æj ég veit ekki, mér fannst hann allt í læ burstéð frá litla púkanum sem er að reyna að klóra sér leið út úr hálsinum á mér. Ég fékk meira að segja hrós fyrir fallega gullnar pönnukökur og vel uppraðað beikon. Maður verður að vera þakklátur fyrir litlu hlutina skiljiði.

Hvort finnst ykkur betra orð, glamúrgliðra eða glitgála?

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Tunglæði

Ég er voðalega andlaus þessa dagana. Kannski vegna þess að heimurinn er of hvítur. Blank.

Get ekki gert það upp við mig hvort það sé meiri stemmning að labba um Seltjarnarnesið á kafi í snjó, sjórinn grár og himininn hvítur og hlusta á Whistlin' Past the Graveyard með Tom Waits eða að sitja inná reykmettuðum kaffibarnum að hlusta á sándtrakkið úr Grim Fandango...
Ég fékk semsagt ipod nano frá Ameríkuförunum og hann er núna gróinn fastur við mig.

Helgin var samt æsileg, enda fullt tungl. Á föstudaginn 13. var vísindaferð (N.B. fyrsta vísindaferðin sem ég fer í í tvö ár með fagi sem ég er actually nemandi í) sem leiddist yfir í brjálað vagg-og-veltu stuð á ellefunni og endaði með því að Sauði tókst að brjóta á sér ökklann. Ég var náttúrulega sönn vinkona og henti henni bara peningalausri uppí leigubíl. Á laugardaginn tókst mér svo að draga að mér athygli bæði útúrdópaðs manns og síkópata. Magnað.

Skólinn er byrjaður. Kannski ég mæti bara.

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Ok Ok!

Jæja, þá er fólkið mitt komið heim og ég því komin aftur upp á efri hæðina og á þar af leiðandi engra kosta völ nema að blogga. Sorry allir að ég skyldi ljúga...

Jól og áramót voru fín fyrir utan það að ég held mér hafi tekist að þróa með mér mjólkuróþol sem varð þess valdandi að ég eyddi jóladegi emjandi úr magaverk uppí sófa. En þar með missti ég einn dag úr áti þannig að HAH! þið verðið öll feitari en ég! Ég upplifði það líka hvernig er að vera karlmaðurinn í svona næntín fiftís hjónabandi. Helvíti fínt bara, ég fór í vinnuna á morgnana meðan konan var heima og þreif og eldaði. Ég tók nefnilega að mér heimilislausa rauðku yfir jólin.
Áramótunum eyddi ég svo með góðu fólki og ennþá betri rækjum þökk sé Guðna.

Eftir að hafa barist gegn því allt síðasta haust að vera kynnt sem bókmenntafræðinemi af móður minni verð ég víst að bíta í það súra epli þessa önn að vera jafn mikið í bókmenntafræðikúrsum og kvikmyndafræðikúrsum...andsk! mamma var nýfarin að læra þetta.

Talandi um mömmu mína. Konan sú ætlar í framboð fyrir sjálfstæðisflokkinn á Nesinu í næstu kosningum. Sem þýðir það að hún þarf að búa til kynningarbækling. Með fjölskyldumynd. Sem aftur þýðir það að myndum af mér lítandi út eins og vangeflingur, verður dreift um allt Seltjarnarnes....argh!!

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Ætlaði að blogga áramótablogg en svo nennti ég því ekki.

Blogga á morgun ég lofa.

...