þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Bara venjulegur dagur

Jæja þá er ég aftur orðin venjuleg. Eða kannski ekki alveg, ég er náttúrulega orðin 23 ára. Mér finnst ég samt ekkert stærri eða vitrari. Kannski tekur það smá tíma fyrir viskuna að koma fram. Á föstudaginn verð ég orðin vitrari en Einstein.

Í gær fékk ég margar gjafir. Ég fékk fallegan bol, fallega bók, fallegan pening og mikið af fallegu rauvíni sem á einhvern skringilegan hátt var horfið þegar ég vaknaði með undarlegan hausverk í morgun. (Ég gruna Auði)

Í kvöld sat ég svo hjá afa mínum sem er orðinn soldið gleyminn. Hann var mikið í því allt kvöldið að reyna að fá mig til að hössla Gunna frænda og var alltaf jafn hissa þegar ég útskýrði fyrir honum að við værum frændsystkini og gætum því ekki hösslast. Þá varð hann ýkt leiður. Sorry afi minn, sifjaspell er bara ekki alveg minn tebolli.

Þetta er áhugavert: http://www.heptune.com/farts.html

mánudagur, nóvember 28, 2005

Gleði

Þá er hann loksins runninn upp. Dagurinn stóri. Afmælisdagurinn minn. Og um allan heim gleðst fólk og syngur "Hallelúja" Til hamingju með Áslaugardaginn allir saman :) Ég ætla að fara að borða köku.

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Money

That money talks
I won't deny.
I heard it once.
It said, "Goodbye."

Richard Armour

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Kraftaverk

Hið ótrúlega gerðist í dag. Ég tók til í herberginu mínu. Í alvörunni, ekki bara svona taka-allt-upp-af -gólfinu-og hrúga-því-á hillurnar tiltekt eins og venjulega. Ég raðaði öllu rosavel upp og festi upp hillu fyrir geisladiskana mína og svona þannig að núna er hótelherbergjafílingurinn aðeins á undanhaldi. Síðan tók ég mig til og downloadaði fullt fullt af músík á tölvuna mína. Jei!! Ég er bara að breytast í alvörunni fúnkerandi manneskju. Næsta skref: mæta í skólann. Ójá, heimurinn er mín ostra.

Hafið þið tekið eftir því hvað ég er farin að blogga mikið? Undarlegt...

mánudagur, nóvember 21, 2005

Klámfenginn póstur

Ég á ammli eftir 7 daga!!!!!

Fór á White Stripes í gær, það var gaman, samt ekki æði. Pabbi og systir mín komu með og vann pabbi sér þar með inn nokkur kúlstig til þess að vega upp á móti plebbabílnum. En mér er sama hvað fólk reynir að sannfæra mig, Jack White er ekki sexy! Nei ekki einu sinni í My Doorbell myndbandinu!

Á fimmtudaginn fór ég ásamt nokkrum samnemendum mínum á kaffihús. Ekki ýkja merkilegt nema fyrir þær sakir að allir þeir bloggarar sem þar voru staddir hafa nú bloggað um það á síðurnar sínar. Ég get ekki verið þekkt fyrir að vera minni bloggari en þau þannig að hér kemur það. Á fimmtudaginn var talað um:

*Klámmyndatitla
*Klámlögin
*Kynþokkafyllstu karlmenn í kvikmyndum
*Kynþokkaminnstu karla í kvikmyndum
*Threesome ungverska fokkersins með sænskum lesbíum
* Faux pas manninn

Hmm...svolítið einsleit umræðuefni sé ég núna, en þetta var allt í góðu gamni gert.

Ef einhver er með góða hugmynd um hvað ég á að gera á afmælinu mínu látið mig vita!

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Af hverju er svæðisskrifstofa fatlaðra að hringja í mig???

mánudagur, nóvember 14, 2005

jólin, jólin alls staðar.....

Bíllinn sem var sími er ekki lengur meðal vor. Bless Automatron, ég mun ávallt sakna þín....
Í staðinn erum við komin með plebbabíl dauðans. Hvítan Toyota Landcruiser. Hvítan!!!!! Með 6 diska geislaspilara!!!! Hvað í andskotanum hef ég að gera með 6 diska spilara í bílnum?? Mér líður alltaf eins og fávita þegar ég er að keyra um á honum. Ef þið sjáið mig á hvíta ferlíkinu vinsamlegast ekki hlægja og benda, ég veit ég er plebbi.

Ég hef tekið ákvörðun. Ég ætla ekki að fara til Flórída um jólin. Jamm ég verð ein heima. Aaaalein!! Mamma lætur samt eins og hún sé að fara að skilja ósjálfbjarga barn eftir. Ég held að hún haldi að ég eigi eftir að sitja ein, skítug og vannærð í myrkrinu af því að ég kann ekki að þrífa mig, borða eða kveikja ljósin. Ég býst fastlega við því að hún skilji eftir leiðbeiningar um það hvernig þvottavélin virkar og hvernig ég eigi að panta pítsu svo ég svelti ekki....Ég hef meiri áhyggjur af því að ég eigi eftir að drepast úr ofáti eftir öll boðin hjá ættingjunum sem mamma er búin að plata til þess að bjóða mér í mat.

Fyndið samt hvað þessi ákvörðun mín hefur vakið sterk viðbrögð hjá fólki. Annað hvort er fólk alveg "you go girlfriend!!!" (samt ekki, af því að vinir mínir eru raunverulegt fólk) eða þá að fólk er alveg " ertu vangefin??? hvað er að þér fíflið þitt???!!!" Gaman hvað fólk getur æst sig yfir jólunum mínum :)

Hver vill gefa mér pening???

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

vííííí

ég á ammli eftir 20 daga!!!!!