miðvikudagur, janúar 31, 2007

Vor í lofti

Nú eru góðir gestir farnir aftur heim til sín og þar af leiðandi hef ég ekki lengur afsökun fyrir því að gera ekkert skynsamlegt. Ég hef komist að því að ég hef lítinn sem engan sjálfsaga, sérstaklega ekki þegar ég er sofandi. Kannski ég ætti bara að hætta að sofa...

Ég þoli samt ekki hvað ég er alltaf brjálaður orkubolti þegar ég ligg uppi í rúmi og er að reyna að sofna. Ég fæ alltaf brilliant hugmyndir sem eiga eftir að gera mig ríka/fræga/frábæra en fer samt aldrei fram úr rúminu til þess að skrifa þær niður eða gera eitthvað í málunum. Onei, Guð forði mér frá því að fara framundan sænginni!

Ég er ekki frá því að það sé að koma svolítill vorfílingur í mig og Edinborg. Það er fínt, veturinn er leiðinlegur.

Ég fór í búð í dag og keypti mér BLEIKA skyrtu og KJÓL. Ég veit ekki hvað er að gerast með mig.

laugardagur, janúar 27, 2007

Skál

Skál fyrir vinum sem eiga afmæli!


Skál fyrir vinum sem eru ekki lengur hér...

mánudagur, janúar 15, 2007

Hlutir

Hlutir sem ég gerði á Íslandi:

Fékk jólagjafir

Borðaði rosalega mikið kjöt

Djammaði

Hitti fólk

Fór í leikhús

Var þakklát fyrir þráðlaust net

Fór mikið í bað

Borðaði pulsu


Hlutir sem ég ætlaði að gera á Íslandi en gerði ekki af því að ég er asnaleg:

Fara í sund

Fara á Gráa

Dansa

Kaupa buxur

Kaupa eitthvað íslenskt handa vinnufélögunum



Það var rosa skrýtin tilfinning að fara að heiman til þess að fara heim. Það var gott að koma heim, á báða staði. Þrátt fyrir að mér hafi fundist ég vera óralengi í burtu virtust allir sem ég þekki í Edinborg muna eftir mér. Svona nokkurn veginn. Og lífið gengur sinn vanagang.

Ég er að vinna hörðum höndum að því að verða betri og meira fúnkerandi manneskja. Það gengur rosavel í teoríu, en ekki alveg eins vel í praxís. En ég er alla vega orðin námsmaður enn einu sinni og er meira að segja byrjuð að lesa námsefnið. Hah!