miðvikudagur, júlí 26, 2006

Veiii!!!

Shiiit!! nú er bara rúmur mánuður þangað til ég flyt út. Fooookk!! Það er ekki laust við að maður finni fyrir smá stressi. Og spenning auðvitað. Úff ég held ég sé bara orðin of góðu vön eftir að hafa verið á hótel mömmu núna í rúmt ár...

Gaman gaman :)

laugardagur, júlí 15, 2006

Hlutir sem rettlæta tilveruna

Bjór

Empire

Bananafreyðibað

Auður

Draculabrjóstsykur

Scrubs

Satay-kjúklingsalat

Barinn

Útsölur

Banana-bodylotion

Útlönd

Sólskin

sunnudagur, júlí 09, 2006

what i did this summer

ég er enn á lífi!

Ástæða bloggleysis er einfaldlega sú að tölvan mín er í hakki. Ástæða tölvuhakksins er sú að ég hélt að ég væri smá tölvunörd. Ég er klárlega bara of töff.

Það hefur ýmislegt gerst síðan ég bloggaði síðast. T.d:

-Ég fór í ævintýraferð til hinnar framandi borgar Osló.
-Ég hélt ég myndi deyja úr leiðindum í hinni framandi borg Osló.
-Mér tókst að koma því þannig fyrir að eg vinn þrjár vinnur en er samt búin kl. 18:00 og næ ekki 150. þús kalli í laun.
-Ég fann hamingjuna.
-Ég týndi henni aftur.
-Ég gerðist dagdrykkjumaður.
-Ég spilaði Trivial með fyrrverandi stjórnanda Gettu betur og átti alla vega 1/4 í glæstum sigri liðsins.
-Ég lenti í perrakalli.
-Ég komst að því að það að fela sig inná klósetti er kannski ekki þroskað en það losar mann við perrakalla.
-Ég fór í útilegu og fraus næstum því í hel.
-Ég átti eftirfarandi samræður:

Ung kona: Sko líffæraígræðslur í dag eru aðallega framkvæmdar með líffærum úr Svíum.
Ég (hugsa): Ha? Svíum?
UK: Já það er náttúrulega miklu auðveldara að nálgast þau.
Ég (hugsa): Ha? en af hverju að vera að fljúga með þau alla leið frá Svíþjóð??
UK: Svo eru þau líka svo lík mannslíffærum.
Ég (ennþá að hugsa): Vó róleg á fordómumunum!

5 mín. seinna

Ég:....óóóó djók þú meinar svínum!!!

Ég tek það fram að ég var ódrukkin...bara kjánaleg.