þriðjudagur, ágúst 15, 2006

kúlið og missir þess

Ég fór í magnaða úti/innilegu með Stúdentaleikhúsinu um helgina. Langt síðan ég hef sunigð jafn mikið. Auk þess tókst okkur að græta tvo fullorðna karlmenn á innan við 10 mínútum sem verður að teljast nokkuð góður árangur. Mér tókst einnig að missa kúlið tvisvar sinnum yfir helgina. Það er ekki mjög góður árangur.

Ótrúlega er skrýtið að fara í gegnum kassa sem maður pakkaði niður í fyrir þremur árum. Blast from the past...

3 dagar í Snakes on a plane!!!!

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Matur

Af hverju er matur orðinn að svona mikilli þráhyggju hjá heiminum? Hann getur valdið samviskubiti, verið leið til að hafa stjórn á sér eða öðrum, valdið heilsukvillum ofl. Ætli flestir eyði ekki góðum parti úr hverjum degi í að hugsa um mat og, sérstaklega kannski stelpur , í það að hafa áhyggjur af honum. Hver kannast ekki við það að vera með samviskubit yfir því að hafa borðað of mikið og hugsa: "ég borða þá bara ógeðslega lítið á morgun"? Anorexía, búlimía og matarfíkn eru allt þekktir sjúkdómar og nú er sífellt að færast í vöxt fyrirbrigði sem kallast "Attention eaters". Þetta eru sem sagt konur (yfirleitt) sem hætta algerlega að borða í einhvern tíma til þess að fá sínu framgengt t.d. mamma vill ekki leyfa mér að fara á tónleika þannig að ég hætti að borða í 3 daga til þess að refsa henni. Þetta eru náttúrulega bara ýkt frekjuköst. Það er fáránlegt að hlutur sem á bara að gegna því hlutverki að halda manni á lífi sé farinn að stjórna lífi fólks út um allan heim. Hvað er næst? Fer fólk að halda niðri í sér andanum til þess að ná stjórn á lífi sínu eða til þess að refsa öðrum?

Mér finnst leiðinlegt að standa í launaveseni...

sunnudagur, ágúst 06, 2006

Bleargh

Þetta sumar er held ég leiðinlegasta sumar síðan guð var lítil stelpa. Sem hefur bein áhrif á andleysi þessa bloggs. En það lagast vonandi næstu helgi þegar ég fer í fyrstu almennilegu útilegu sumarsins. Þar mun vera gaman þótt veðurguðirnir verði kannski fúlir.

Bleh...andleysi...

Ég vil koma því á framfæri að ákveðinn Lundúnabúi hefur ekki staðið sig sem skildi í hittingi og fær því mínus 10 stig í kladdann. Ég nefni engin nöfn..