sunnudagur, apríl 30, 2006

Tæknivandræði

Jæja þá er það loksins búið (vonandi), linkalistinn mættur hress og kátur. En til hvers? Núna er blogg ekki lengur heitt, neeeei, það er jafn kalt og ponsjó, jafnvel kaldara. Núna er það bara myspace sem blívar. Ég á ekki myspace síðu og var búin að taka þá ákvörðun að fá mér ekki svoleiðis. En ég er farin að finna fyrir þrýstingi tískubylgjunnar "koddu á myspace þar er allt svala fólkið" segir hún og ég held svei mér þá að það fara að líða að því að ég geri mér svona síðu. Ég er nú einu sinni komin með minnsirkus síðu. En hvað á svo eftir að gerast um leið og ég er komin með svona myspace dót? Jú myspace dettur úr tísku og eitthvað annað æði hellist yfir allt svala fólkið. Hvernig á maður að geta haldið í við þetta?

Ég elska sumardjömm sem fara meira í það að vera úti að príla og syngja heldur en að kúldrast á einhverjum sveittum skemmtistöðum. Gleðilegt sumar!

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Ég hata tölvur.

Verð að sofa.

Laga seinna

föstudagur, apríl 21, 2006

Koma svo!

Jæja, nú eru síðustu forvöð að koma og sjá sýninguna, lokasýning á laugardaginn. Þeir sem eiga eftir að koma og vilja halda vináttu minni vinsamlegast andskotist til að koma! Kostar bara 800 kall fyrir háskólanema þannig að ekkert væl. Svo verður brjálað reif-partý á Stúdentakjallaranum eftir á, glowsticks og læti.

Svo er sumarið bara komið. Hoppaði inní það með mjög formlegum hætti í sumarpartýi í gær og fór síðan í sumargleði með snú-snú o.fl. í dag. Brjálað dugleg.

Fólk er eitthvað að hrauna yfir nýja fína linkalistann minn. Ég get sko alveg tekið hann út aftur vanþakklátu aular!

Hrmpff!!

föstudagur, apríl 14, 2006

Ja svei!

Haldiði að maður sé ekki bara kominn með linkalista og fínerí. Hah! Þetta kostaði samt blóð svita og tár og núna sit ég uppi með þetta ljóta template. En hvað um það, ég á alla vega linkalista.

mánudagur, apríl 03, 2006

barabb

Úff! Er farin að geta andað aftur....

Þeir sem þekkja mig ættu að vita að ég er svona týpa sem kemst oft að niðurstöðu. Þetta eru sem sagt niðurstöður helgarinnar.

1) Ég þarf áfengi til að skemmta mér. Sérstaklega á Vegamótum.

2) Þetta template er fokkt, ég get ekki sett inn linkalista, linka né myndir. Bæti úr því þegar ég nenni.

3) Ég þarf svefn til að fúnkera.


Takk fyrir.