mánudagur, apríl 25, 2005

quiz!!!

Which Dysfunctional Care Bear Are You? - Quizilla

ljóð

Ég rakst á þetta fallega ljóð eftir Charles Bukowski í vinnunni í dag, verst að síðan þá er ég búin að vera me "Manchester, England, England" úr hárinu á heilanum ( Claude Hooper Bukowski/
Finds that it's groovy/To hide in a movie...) En hvað um það, hér kemur ljóðið:


Hvernig maður verður mikill rithöfundur

Þú verður að serða fjölda kvenna
fagurra kvenna
og yrkja nokkur siðsöm ástarljóð

og hafðu ekki áhyggjur af aldrinum
og/eða ferskum ungskáldum

drekktu bara meiri bjór
meiri og meiri bjór

og farðu á kappreiðarnar að minnsta kosti einu sinni
í viku

og reyndu, ef það er mögulegt
að vinna.

það er erfitt að læra að sigra-
hvaða auli sem er kann að tapa.

og ekki gleyma Brahms
og Bach og
bjórnum.

ekki ofkeyra þig.

sofðu fram til hádegis.

reyndu að forðast greiðslukortin
og borga eitthvað
á réttum tíma.

mundu, að í þessum heimi
er ekki til það rassgat
sem er meira en 50 dollara virði
(árið 1977).

og ef þú hefur hæfileikann til að elska
elskaðu sjálfan þig fyrst
en gleymdu aldrei möguleikanum
á hinum algera ósigri
hvort sem ástæðan fyrir honum
virðist rétt eða röng.

og það þarf ekki að vera slæmt að kynnast dauðanum snemma

þú átt að forðast kirkjur og bari og söfn,
og vera þolinmóður eins og
köngulóin-
það sleppur enginn undan tímanum,
og
útlegðinni
ósigrinum
svikunum

öllu því dóti

haltu þig við bjórinn

bjór er trygglynt blóð

trygglyndur elskhugi

fáðu þér stóra ritvél
og meðan fótatökin glymja
fyrir utan gluggann

sláðu hana
sláðu hana fast

og gerðu þetta að miklum bardaga

gerðu þetta að nauti sem ryðst áfram

og mundu eftir gömlu hundunum
sem börðust svo vel:
Hemingway, Celine, Dostojevski; Hamsun.

ef þú heldur að þeir hafi ekki brjálast
í þröngum herbergjum
eins og þú ert að gera núna

án kvenna
án matar
án vonar

þá ertu ekki reiðubúinn.

drekktu meiri bjór
%

mánudagur, apríl 18, 2005

Háværir unglingar meiða í mér heilann :(

not so perfect...

Argh!!! Það hefur komist upp um mig! Hinn fullkomni glæpur var ekki svo fullkominn eftir allt saman. Einhver hefur komist að því að ég er byrjuð að blogga aftur og gungan sú þorir ekki einu sinni að koma fram undir nafni! Ég skora hér með á þig anonymous að gefa þig fram!
En jæja...annars er bara allt gott hjá mér þessa dagana. Er komin úr þessarri tilvistarkreppu sem virðist hafa verið að ganga. Er sem sagt bæði komin með vinnu og búin að ákveða hvað ég á að gera í haust. Ekki lítið afrek þar sem ég er búin að vera í limbói svo mánuðum skiptir. Ég er sem sagt að fara að vinna á Mokka, með smá viðkomu á gamla góða Gráa kettinum þar sem ég er að fara að leysa hana Sillu af meðan hún fer til útlanda. Það verður ágætt að komast aftur á gamlar kaffihúsaslóðir. Verst bara hvað það er alltaf dimmt inná Mokka, en það verður vonandi nægur tími til að njóta sólarinnar...ef það verður einhver sól í sumar. Og svo hef ég fundið hið fullkomna nám. Eitthvað sem ég hef gaman af og þarf ekki að leggja of mikið á mig í ;) Ég hef ákveðið að læra kvikmyndafræði við HÍ. Þá get ég sagt setningu sem ég hélt að ég myndi aldrei geta sagt : "æj sorry, ég kemst ekki á kaffihús, ég er að fara í stjörnufræðitíma" :D Að vísu verð ég bara að fara að stúdera Hollywoodstjörnur en mér finnst það bara meira kúl.

Fór í ævintýraferð um daginn. Það var ævintýralegt! Mér datt það sem sagt í hug á þriðjudagskvöldi að fara í pikknikk á Þingvelli og spila (ekki spyrja) Hringdi í Auði og náði að tæla hana frá fyrirlestragerð, keypti kakó og viðbjóðslega mikið af snakki og svo var haldið út í hinn stóra heim. Eina sem ég hugsaði ekki útí var það að þótt það sé sól og semi-gott veður í Reykjavík, þýðir það ekki að það eigi við um allt landið. Þegar við vorum u.þ.b hálfnaðar vorum við lentar í snjóstormi. Mér fannst það nú ekkert tiltökumál þangað til Auður benti mér á það að ég væri á sumardekkjum. Þá varð ég frekar hrædd! En við komumst á leiðarenda að lokum og fórum meira að segja í smá göngutúr. En fljótlega rann það upp fyrir mér að ég var ekki í sokkum og tærnar mínar voru ekkert alltof ánægðar með það að ösla snjóinn svona allsberar. Þannig að við fórum bara aftur í bílinn og kúldruðumst í aftursætinu. Sem hljómar miklu meira hot ef maður veit ekki að við vorum bara að spila og drekka kakó. Það var samt mjög skrýtið, við vorum bara að spila í góðu flimmi og svo allt í einu, á nákvæmlega sömu stundu, fríkuðum við báðar út og urðum skíthræddar. Þannig að við tókum draslið saman á mettíma og brunuðum í bæinn. Þetta var samt mjög gaman og ég stefni á fleiri spontant ævintýraferðir með hækkandi sól.
Annars er ég búin að vera frekar dugleg á djamminu undanfarið, en það er nú samt ekkert merkilegt að frétta þaðan. Þetta er sama ruglið alltaf. Fór samt á útgáfutónleika Trabants á föstudaginn. Frábært!! Magnað!!! Glimmer!!! Tvímælalaust bestu tónleikar sem ég hef farið á lengi. Rassi Prump er guð!

Jamm ég er sem sagt officially byrjuð að blogga aftur. Þrefalt húrra fyrir mér! Húrra!! Húrra!!! HÚRRA!!!!