miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Veivei

Jess! Ég get bloggað aftur. Sem er frábært af því að akkúrat núna á ég að vera að taka til í herberginu mínu. Ég ætla bara að blogga í staðinn. Þeir sem hafa komið heim til mín vita að ég bý í skáp. Í gær fékk ég skáp inn í skápinn minn. Ég æpti af gleði (eða öllu heldur umlaði svona "æði" í áttina að pabba) og hófst strax handa við að rífa öll fötin mín úr ógeðslegu kommóðunni sem ég er búin að vera með. Svo nennti ég ekki meir og skildi eftir mannhæðarháan fatastafla á miðju gólfi sem ég þarf að klöngrast yfir til að komast í rúmið mitt. Það er ekkert smá erfitt að byrja að taka til þegar ALLT er svona í rúst. Æj ég geri þetta á eftir.

Mér finnst ekkert sniðugt að ráða svona stundakennara. Þeir vita ekkert hvernig háskólinn gengur fyrir sig, leggja fyrir asnaleg próf, tala of hratt, kunna ekki að nota glærur og hafa tíma í verkefnavikunni. Það er ekkert hægt að stunda skólann við svona kringumstæður. Og þess vegna geri ég það ekki. Eh...humm.

Ég er aftur orðin húsgagn á Bergþórugötunni. Þægilegt þegar fólk lætur íbúðir bara ganga hringinn í vinahópnum.

1, 2, 1, 2, 3

Bara að prófa

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Óskar!

Ég varð alveg fáránlega glöð þegar ég sá Óskarsverðlaunatilnefningarnar í gær, og ég meina FÁRÁNLEGA glöð. Mér leið eins og ég þyrfti að hringja í allt þetta fólk og óska því til hamingju. Ég verð að fara að komast í meiri tengsl við raunveruleikann.
En svona í alvöru að þá held ég að þetta verði skemmtileg hátíð, fullt af ungu fólki tilnefnt og mjög lítið af svona viðverðumaðlátahannfáóskaráðurenhanndrepst tilnefningum sem er skemmtileg tilbreyting. Og svo að sjálfsögðu segir þjóðarstoltið til sín af því að hann Rúnar er tilnefndur fyrir Síðasta bæinn....

Ég vil hér með taka það fram að ég hata hvorki karlmenn né börn, þrátt fyrir það sem fjölmiðlar vilja halda fram.